Danska lífið

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Afmæliskveðja

Bræðurnir Marteinn og Viktor Theodórssynir eiga 5 ára afmæli í dag, við óskum þeim innilega til hamingju með daginn. Hervar ætlar að hringja í frændur sína í kvöld:) Stórt knús og fullt af kossum frá okkur í Lystrup.

Ég var á leiðinni í morgun með Elviru á vöggustofuna og byrjaði hún þá að kasta upp og ég ein með hana í bílnum og í umferðarteppu, þetta gerðist fjórum sinnum hjá henni og var hún öll í ælu þegar ég loksins komst út úr bílnum til þess að hjálpa henni, ojjjjj frekar ógeðslegt. Þannig að hún er heima í dag snúllan.

Margrét Saga er á leið til Svíþjóðar þann 1 des í tvo daga. Hún lenti í öðru sæti í Lego League en henni var tilkynnt það í gær að hún fengi að fara með, þannig að það eru að fara fullt af krökkum til Sverige:) Annars var hún svo sæt þegar hún var að segja okkur frá þessu í gær og sagði svo ,,mamma og pabbi ég skil það vel ef ég get ekki fengið að fara að því að það er nú að koma desember og það þarf að versla svo mikið af jólagjöfum,, auðvitað ferðu svöruðum við og þá sagði hún ,,þetta er nefnilega frekar dýrt, þetta kostar 300 dkkrónur,, við gátum nú ekki annað en brosað yfir því að henni fannst þetta svo rosaleg upphæð, greinilegt að dóttir okkar biður ekki um mikið:)

4 Comments:

Blogger Bippi said...

Hún er sko bara algjört yndi hún Margrét Saga;o)

Vonandi að Elvira verði ekki veik lengi....þetta eru meiri veikindin á okkur í Bögehaven.....

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stóru stelpuna frábær árangur ( verst hvað þetta er dýrt) en gott hún á góða foreldra sem eru tilbúnir að gera sitt besta til þess að hún komist nú með. Frábært enn og aftur hjá henni.
Vona að ælupestin gangi fljótt yfir hjá litlu skvís.

2:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna.
Hér er afmæli í fullum gangi. Svaka fjör og fullt af strákum.
Kv. Kristrún.

P.s Góða ferð til Svíþjóðar Margrét Saga.

5:57 e.h.  
Blogger Helga said...

Frábært hvað Margréti gengur vel. Það er svolítið erfitt með þessa peninga alltaf, maður gerir sér ekki alveg grein fyrir þessu sem krakki enda bara eðlilegt. Væri nú ekki gaman ef börnin manns væru með áhyggjur út af peningum! Verst hvað það virðist vera eriftt að halda aurnum hjá sér, amk er það þannig með mig, ég sé varla peninginn áður en hann er farinn aftur!

Kveðja úr 20 stigum rétt fyrir aðventu!

1:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home