Danska lífið

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Ég nýt þess ótrúlega að vera í fríi, er hér ein heima að skrifa þennan pistil og baka, ótrúlega húsmæðraleg enda voru jólakökurnar ekki margar þessi jól og því gaman að geta boðið börnunum mínum og karlinum upp á heimalagað.

Það er nokkuð síðan ég tók niður jóladótið en er að bíða eftir að karlinn hendi dótinu upp á loft. Mér var hugsað um það í morgun með karla og kvenna hlutverk. Ég t.d. fer ekki upp á loft, upp stigann og með dótið því einhvernveginn finnst mér það vera Gunna að gera það, hér bíða líka tvær hillur sem þarf að setja upp og ég geri það ekki heldur, ég get það en geri það ekki. Svo eru það aðrir hlutir sem ég geri en Gunni gerir ekki eða mjög sjaldan. Af hverju ætli þetta sé svona, ég er ekki ósátt við hvaða hlutverk ég geri og Gunni ekki heldur, hann t.d. eldar eiginlega alltaf en ég set í þvottavél. Þetta er samt ótrúlega skrítið ef maður spáir í það að sumt er bara skipt á milli, sumt sem ég geri ekki eða mjög sjaldan sem Gunni gerir og öfugt..... kannski eru þetta leifar af því sem var áður en samt held ég að það sé bara þannig í lífinu að maður skiptir niður hlutverkum og ef maður er sáttur við það að þá þarf maður bara að sætta sig við þó maður þurfi að bíða eftir því að t.d. hillurnar verði settar upp, hvað ætli feministarnir myndu segja við þessu?

Annars er allt í góðu hér í Bögehaven 8 og rútinan kominn á liðið nema ég sem er í fríi akkurat þegar allir eru í vinnu og skóla. Snúlla okkar fékk eyrnabólgu og kvef en er að jafna sig og er ánægð að vera kominn aftur í krakkaskarann á vöggustofunni. Hervar minn er búinn að vera að safna sér fyrir dýrabók undanfarið og er nú kominn með aurinn og hlakkar mikið til að fá bókina í hendurnar. Margrét Saga er á fullu í vinkonustandi og sjáum við hana ekki mikið, gaman er að fylgjast með henni því hún er svo mikið að þroskast og breytast enda stúlkan að verða 13 ára á þessu ári og því ekki lengur lítið barn, okkur foreldrunum finnst þetta skrítið en samt spennandi.

Verið dugleg lesendur að setja inn comment því það er svo gaman!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt, kvitt,,, Mikið er það nú gott að þú hefur smá frí núna Christel, nóg er nú búið að vera að gera hjá þér! ÉG er nú algjör lifandi anti feministi hvað hlutverkaskiptin varðar og finnst þetta mjög góð umræða hjá þér. Þeir sem segja að hlutverkaskipti tilheyri fortíðini eru sennilega þeir sem illa tolla í samböndum því hvernig öðruvísi nær samlífið að harmónisera... Alveg sama á hvaða veg hlutverkaskipti eru, bara að það sé eitthvað held ég er mjög mikilvægt.

kveðja í kotið
Helga Atlad.

8:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Christel mín.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Njóttu þess að vera í fríi frá skólanum. Ég hætti í mínu námi. Finnst nóg að karlinn minn sé að vinna að lokaverkefni, byggja húsið okkar og að vinna fullan vinnudag. Á meðan á þessu stendur hef ég ákveðið að standa mig sem móðir barnanna minna og vera til staðar á meðan á þessu stendur.
Knús og kossar til þín og ykkar.
Ótrúlegt að daman ykkar er orðin stór. Finnst svo ótrúlega stutt síðan hún var á aldur við Þorstein Atla minn sem er 8 ára.
Elsa Lára.

11:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, einhvers staðar rakst ég inná bloggið ykkar um daginn en hef ekki kvittað hingað til en núna sá ég mig tilneydda til að kvitta þar sem ég gerði verkaskiptingu á heimilum að BA verkefni mínu. Ég held að það sem skipti mestu sé að báðir aðilar séu sáttir við verkaskiptingu þá skiptir engu máli hver gerir hvað. Bið að heilsa fjölskyldunni og hafið það gott.

Bestu kveðjur,
Ragnhildur Ólafs Gunnafrænka

5:48 e.h.  
Blogger Kalli said...

Kærar kveðjur úr sveitinni.

7:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kvitti kvitt ég hef oft velt þessu fyrir mér með verkaskiptinguna en það er líka þannig að sinn siður í hverju landi og það sama á við heimilin sinn siður á hverju heimili. Fólk verður bara að haga hlutunum eftir aðstæðum og getu hverju sinni og hverri persónu fyrir sig. Auk þess þróast verkaskiptingin á heimilunum oft ótrúlega ómeðvitað smátt og smátt.

9:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home