Danska lífið

miðvikudagur, mars 14, 2007

Íslandsheimsókn

Erum búinn að panta okkur far til Íslands í páskafrí. Við komum 28. mars og verðum til 12. apríl, langt og gott frí. Við erum ótrúlega spennt og krakkarnir svo kátir með þetta. Hervar ætlar að dvelja langdvölum í hesthúsinu segir hann og Margrét ætlar að hitta vinkonur sínar og Ester Lind frænku sína sem hún getur ekki beðið eftir að hitta. Ohhh það verður svo gott fyrir krakkana að fá ömmu-, afa-, frænku- og frænda knús.
Við ætlum að reyna að vera rosa dugleg og fara í heimsóknir, ef þið viljið fá okkur í heimsókn þá endilega sendið okkur email svo við getum ákveðið dag því það er ótrúlegt sem dagarnir fljúga áfram þegar maður er á Íslandinu og ætlar að heimsækja alla þannig að nú er að taka frá dag....sendið okkur endilega mail á gunnarsturla@webspeed.dk

Takk elsku mamma og pabbi, þið eruð best!!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt að þetta tókst, ég skal bjóða í morgunkaffi, það er kannski ekki svo algengt að maður fái svoleiðis boð, bara einhvern morguninn (þegar það er skólafrí) eða í eftirmiðdagskaffi hvaða dag sem er. Við verðum í sambandi. Bestu kveðjur úr sólinni, Helga

1:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Væri ekki fínt að ég hefði samband við stelpurnar og við hittumst 2 apríl í saumó og öllum velkomið að koma með börnin sín með.
Kveðja Halldóra

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Helga við erum alveg til í morgunkaffi það yrði ósköp notalegt. Gaman fyrir stelpurnar að hittast, verðum í bandi....

Halldóra mér líst rosa vel á þetta, frábært að fá að hitta allan barnaskarann og ykkur, hlakka mikið til, hafðu endilega samband við stelpurnar...

1:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verðum við ekki að hittast, við og Eyrún. Get boðið ykkur heim í Klapparholt. Kannski ég geti boðið þér á rúntinn og séð húsið því líklega verður það að rísa á þessu tímabili sem þú verður hérna á Skaganum. Hlakka allvega til þess að sjá þig. Bestu kveðjur og góða ferð heim :)

9:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verðum við ekki að hittast, við og Eyrún. Get boðið ykkur heim í Klapparholt. Kannski ég geti boðið þér á rúntinn og séð húsið því líklega verður það að rísa á þessu tímabili sem þú verður hérna á Skaganum. Hlakka allvega til þess að sjá þig. Bestu kveðjur og góða ferð heim :)

9:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home