Danska lífið

mánudagur, nóvember 13, 2006

illt í maganum, hjálp!!!


Kæru lesendur.......

Sonur minn hefur vaknað núna í næstum hálft ár með magaverk, hann getur varla borðað morgunmatinn sinn vegna verkja. Honum kvíður ekki fyrir að fara í skólann þannig að það er ekki það, hann er ekki kvíðinn fyrir neinu sem gerist á venjulegum degi hjá honum því hann veit nákvæmlega hvernig dagurinn hans er þannig að þessa magaveiki er ekki hægt að rekja til kvíða né stress. Ég fór með hann til læknis um daginn og fannst lækninum þetta eitthvað skrítið hvernig hann er en maginn hans var vel mjúkur þannig að það fannst eins og það væri ekki neitt að. Ef þið hafið heyrt um eitthvað svipað eða lent í svipuðu endilega commentið og skrifið um það. Ég hef tekið út allar mjólkurvörur en það hjálpaði ekki neitt og átti að hætta því að sögn læknis. Hann fer aftur til læknis þann 6. desember í nánara tjékk. Ég átti að merkja inn á dagatalið okkar þegar hann fær í magann og er einn dagur sem hann hefur ekki fundið fyrir magaverk síðustu tvær vikurnar. Það skal tekið fram að magaverkurinn er einungis á morgnana og stöku sinnum seinnipart dags. Þetta er farið að há honum því hann getur oft á tíðum ekki t.d. hjólað í skólann sem honum langar svo að gera því vinirnir eru allir á hjólum. Magaverkurinn jafnar sig síðan yfirleitt eftir svona 2-3 tímum eftir að hann vaknar, magaverkurinn er um miðjan maga eða rétt hjá naflanum, þetta er óttalega furðlegt allt saman.


Mér er farið að finnast þetta svo leiðinlegt með hann því það er svo erfitt að horfa upp á hann kveljast á hverjum morgni og vera svangur en geta ekki borðað neitt og þurfa að fara með tóman maga í skólann:( sem hann vill alls ekki missa af.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl öll sömul.
Leiðinlegt þetta magavesen. Ég hef nú ekki mikið vit á þessu en getur nokkuð verið að hann sé naflaslitinn?? Læknirinn hefði nú eflaust átt að sjá það, en Ester Lind og Teddi eru bæði naflaslitin. Kannski eitthvað fjölskyldutengt???
Vona nú að þetta lagist,
bið að heilsa ykkur í bili.
Kveðja, Kristrún.

3:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ ÆÆÆi það er svo vont að vera alltaf með magaverk (kannast við það frá því ég var á svipuðum aldri og Hervar) Ég veit ekki neitt um þetta en þetta gætu hugsanlega verið einhverskonar magabólgur /og/eða vitlaust sýrustig í maganum ...? En ég vona að það komi eitthvað í ljós fljótlega. bið að heilsa.

8:49 f.h.  
Blogger Gunnur said...

Ég er sammála Kristrúnu, endilega láta tékka á naflakviðsliti. Gummi var svona sem krakki, alltaf með magaverki sem löguðust ekki fyrr en sérfræðingur fann hvað var að(eftir ótal ferðir til heimilislækna). Ég tala nú ekki um ef þetta er í fjölskyldunni!

Baráttukveðjur úr þarnæsta :-)

9:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi finnur læknirinn hvað er að valda verkjunum. Magaverkir eru miðjan í börnum og þar koma verkir alls staðar frá úr líkamanam, eins skrýtið og það kann að hljóma. Þannig að það þarf að fara vandlega í þetta. Er ekkert annað, s.s. vakna á nóttunni, höfuðverkur, lítil matarlyst á kvöldin, hægðarvandamál, þvagvandamál, áhyggjur eða annað sem getur verið samhliða. Amk er mjög mikilvægt að taka þessu alvarlega og finna orsökina. Gangi ykkur vel
kveðja Helga

11:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Loksins má ég vera að því að kíkja á bloggið. Ekki gott að Hervari sé alltaf illt í maganum. Gætu þetta verið magabólgur eða eitthvað þannig? Vona að þetta lagist sem fyrst.
Bestu kveðjur til þín.
Kveðja, Elsa Lára.

11:19 f.h.  
Blogger Bippi said...

Geturðu ekki bara pantað tíma strax hjá specialista???

Mér finnst skrákgreyið vera búinn að þjást allt of lengi:o(

Það þarf að finna strax hvað er að honum.....

2:41 e.h.  
Blogger Christel said...

hæ stelpur og takk fyrir svörin

hann kvartaði undan því í fyrsta skipti í gærkvöldi að honum væri illt í höfðinu en annað sem við fórum svo að átta okkur á er að hann hefur undanfarna tvo mánuði kastað upp og við haldið að hann væri með ælupest en enginn annar í fjölskyldunni hefur fengið slíkt á þessum tveimur mánuðum, það er eitthvað sem ég þarf að láta doksa vita um. En naflaslit eða magabólgur gæti verið eða þá að hann sé barn sem er alltaf illt í maganum, þau eru víst til....Ætli hún hefði ekki fundið það læknirinn ef hann væri með naflaslit þegar hún þreifaði á maganum á honum?
Við erum búinn að skrá samviskusamlega inn á dagatalið og þeir eru farnir að aukast dagarnir sem hann fær aftur illt í magann seinnipartinn.
Hann hefur reglulegar hægðir, en er oft þyrstur og pissar mjög mikið af því að hann drekkur svo mikið af vatni og það vill hann drekka þegar hann verður þyrstur.
Vonandi verður hann skoðaður eitthvað betur næst hjá lækninum í byrjun desember annars fer ég með hann sjálf til sérfræðings.

3:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona þorsti gæti líka bent á sykursýki (það er að segja ef hann er að drekka óeðlilega mikið ), en vona nú svo sannalega að það sé ekki ástæðan. Datt það bara í hug þegar þú segir að hann drekki og pissi svo mikið.Spurning um að prófa að passa sykurinn.
Vonum að greyinu batni fljótt og vel og þú fáir einhver svör hjá þessum doksa.

Annars allt rosa fínnt að frétta af þessum bæ. Knús og kossar

9:32 e.h.  
Blogger Christel said...

varðandi sykursýki að þá töluðum við einhverntíman við lækni á Íslandi með það því ég man að þér fannst þetta einhverntíman óeðlilegt Jóhanna hvað hann var alltaf þyrstur þegar hann var lítill og við vorum að dúllast með hann og Eyrúnu en þá sagði hann að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því en hann svitnar alveg rosalega mikið alltaf ef hann er t.d. að hlaupa, ætla að nefna þetta við lækninn og allt hitt sem hefur verið rætt á síðunni.

Takk enn og aftur stelpur þið eruð frábærar:)

9:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home