Danska lífið

þriðjudagur, desember 19, 2006

Jólakveðja

Ég ætla að láta þetta vera mitt síðasta blogg fyrir jól og vil ég því óska öllum gleðilegra jóla. Við fjölskyldan verðum í Danmörkinni um jólin. Atlanta systir og fjölskylda verða hér hjá okkur, okkur hlakkar mikið til að fá þau í heimsókn. Búið er að kaupa öndina sem á að borða á aðfangadag og allt að verða klárt. Ritgerðaskrifin mín ganga hægt en viljinn er mikill og munu ritgerðirnar verða tilbúnar 3. jan. þegar skil verða með því að ég læri á milli jóla og nýars, ég hefði viljað að ég þyrfti ekki að læra um jólin en svona er þetta. Börnin mín fara í jólafrí á fimmtudaginn og er skemmtun í skólanum þann daginn þar sem Margrét Saga mun syngja einsöng og dansa með vinkonum sínum.

Hafið það sem allra best um jólin!!!

föstudagur, desember 15, 2006

Gunni á afmæli í dag

Eiginmaðurinn minn á afmæli í dag, er 32 ára gamall. Það styttist ótrúlega í fertugsaldurinn. Við hjónin eigum langa sögu að baki í sambandi okkar enda búinn að vera saman í ...(dísus ég get ekki gefið það upp hér hvað við erum búinn að vera lengi saman, ótrúlega langur tími) en allaveganna þá var hann á efri hæðinni í kirkjunni þegar ég fermdist!!! jæja en ekki meira um það. Allaveganna er ég svo heppinn að eiga svona góðan mann sem ég elska út af lífinu. Ég held barasta að ég verði meira ástfangnari af honum með hverju árinu ef það er hægt að segja það þannig. Með því að flytja til útlanda varð samband okkar sterkara en það hefur nokkurn tímann verið og ætlum við að verða gömul og grá saman, okkur hlakkar mikið til þegar við fáum tíma fyrir okkur sjálf, þá meina ég þegar börnin eru orðinn stærri. Þá ætlum við að gera marga skemmtilega hluti saman tvö ein, við erum reyndar alltaf að gera fullt af skemmtilegum hlutum en það er aðeins erfiðara að fara eitthvað tvö ein svona í útlandinu. Hann tók stóra ákvörðun í lífi sínu á þessu ári og hefur staðið sig eins og hetja enda er hann hetjan mín.

Gaman væri nú ef þið gætuð kvittað fyrir ykkur þegar þið komið og kíkið á síðuna. Minni á símanúmerið okkar íslenska og er það 496-0143

fimmtudagur, desember 14, 2006

jólin fara að koma bráðum:)

Nú er aldeilis farið að styttast í jólin. Jólasveinarnir eru farnir að mæta á svæðið og gleðja börnin í húsinu. Elsta dóttirinn er hætt að trúa á jóla en Hervar er nú alveg á því að jólasveinninn sé til því að mamma hans sá hann einu sinni fyrir utan gluggan sinn þegar hún var lítil stúlka á Víðigrundinni, sá meira að segja sleðann og hreyndýrin og allt, koma sko ekki gangandi niður af Akrafjallinu!!! Hann trúir samt ekki á nissana sem eru hér í danmörkinni. Litla snúlla skilur ekkert í því að það sé skór í glugganum hjá henni og að systkini hennar komi hlaupandi inn til hennar á morgnanna til að kíkja í skóinn hennar áður en þau fara gefa henni athygli.

Annars er lítið annað að frétta af okkur nema að ég er enn í ritgerðarskrifum, mér finnst þetta frekar leiðinlegt því ég hugsa ekki um neitt annað og verður tíminn fyrir jól ekki eins jólalegur og hefur verið áður hjá mér. Ég er það utanvið mig þessa dagana að Gunni fann lyklakippuna með bíllyklunum og húslyklunum í skrárgatinu einn morgunin, þannig að ef þjófar hefðu verið á ferli hefðu þeir kannski haldið að ég væri að gefa þeim bílinn okkar í jólagjöf og ókeypis aðgang að húsinu og innbúinu.

Ég gleymi alltaf að auglýsa fyrir Ingibjörgu vinkonu að íbúðin hennar er laus í Kaupmannahöfn á besta stað frá 22. des. til 2. janúar. Endilega hafið samband við hana ef ykkur vantar íbúð á þessum tíma eða ef þið vitið um einhvern sem vantar íbúð, emailið hennar er: ingibjorg@wanadoo.dk

Hér er rigning og rok búið að vera undanfarna daga og kom það fram í fréttum um daginn að 9% líkur væri á snjó um jólin. Verst að geta ekki búið til snjókarl með krökkunum og litlu frænku.

Nú eru pakkar farnir að streyma inn á heimilið og jólakort, mér líður eins og litlu barni þegar ég hitti póstburðarmanninn:)

sunnudagur, desember 10, 2006

óska eftir fleirri tímum í sólarhringnum......

Getur verið að tíminn sé fljótari að líða þegar maður þarf virkilega á því að tíminn hægji á sér, mig vantar svo miklu fleirri tíma í sólarhringnum, er á kafi í ritgerðarvinnu og gengur frekar hægt. Ég var búinn að lofa sjálfri mér því að vera búinn að skila af mér þegar Atlanta systir kæmi þann 21. des. en ég sé ekki fram á það þannig að ég verð víst að læra eitthvað milli jóla og nýárs. Hverjum dettur í hug að láta prófskil vera þann 3. janúar, þetta er nú meiri vitleysan...

Annars er allt í góðu hér, búið að vera rosa gott veður hérna í dag og í gær, 12 stiga hiti og sól. Margrét fór í bæinn í gær með vinkonum sínum að versla jólagjafir. Jólagjafirnar frá okkur til Íslands fóru í gám núna fyrir helgi og því miður náðum við ekki að klára allt og ansans jólakortin þau gleymdust í öllu lærdómsstressinu. Þessu verður að koma í póst í vikunni svo allir heima fái jólagjafirnar sínar og jólakortin.
Elvira snillingur er búinn að vera frekar pirruð þessa vikuna, er á fullu í tanntöku og er gómurinn hennar að verða ansi fylltur af tönnum, kvölin er stokkbólgin. Annars eru nýjustu orðin á dönsku, nej(nei) og op(upp). Í kvöldmatnum kom eitt nýtt orð og er það mog(mjólk) og svo er hún farinn að segja ansi skýrt sko(skór) þegar hún vill fara út, ásamt því að segja nokkur önnur orð. Hún er voða dugleg að segja okkur hvað hún vill og virðist skilja íslenskuna og dönskuna jafnvel og furða þær sig á því á vöggustofunni hvað hún gerir sig skiljanlega og að hún skilji þær svona vel.
Hervar minn fór í blóðprufu á föstudaginn og var rosa sterkur og fór ekkert að gráta, fékk flottann plástur og risastóran ís í verðlaun. Við fáum að vita niðurstöðurnar úr blóðprufunni á morgun.

jæja best að hætta þessu, kominn tími á að halda áfram að læra!!!

fimmtudagur, desember 07, 2006

jóla jóla.....

Nú á aldeilis að fara að jólast hér í Bögehaven. Strákarnir ætla að fara allir í hús nr. 17 og baka sörur nammi nammi namm....hlakka mikið til að smakka þær hjá þeim. Við stelpurnar ætlum að vera hér og láta litlu krílin baka piparkökur, var að búa til piparkökudeig í fyrsta skipti, ég hef aldrei áður bakað piparkökudeig og er frekar hissa á sjálfri mér að hafa ekki gert það fyrr. Við höfum alltaf málað piparkökur á hverjum jólum en greinilega ekki þorað í bakstur á þeim, vonandi á þetta eftir að smakkast vel. Ég hlakka svo til að sjá þessi þrjú litlu öll á sama ári prófa að búa til karla og kerlingar..... og svo vinkonurnar Margréti og Ylfu. Hervar minn fer í sörugerð með hinum strákunum. Auðvitað eigum við eftir að setja jólalög á fóninn og syngja með trallalallalatrallalala.....

Við fórum til læknis með Hervar í gær og á hann að fara í blóðprufu á morgun, það á eitthvað að rannsaka hann betur, honum kvíður mikið fyrir blóðprufunni en svona sterkir strákar geta allt!!

sunnudagur, desember 03, 2006

Fyrsti í aðventu

Í dag er fyrsti í aðventu, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ekki nema 21 dagur til jóla og 19 dagar í litlu frænku og foreldra hennar. Ég og Hervar ákváðum að kíkja í bíó í hádeginu í dag og hlógum við eins og brjálæðingar af myndinni. Kíktum svo í dótabúð og skoðuðum úrvalið, margt flott til og spennandi. Fórum heim og fengum okkur kaffi og kveiktum á fyrsta aðventuljósinu. Hér er orðið ansi jólalegt og huggulegt. Við erum búinn að skreyta innandyra og úti hjá okkur en vantar ljós í gluggana og ætlum við að fara í jólaljósaleiðangur í vikunni. Margrét Saga fór til Svíþjóðar á föstudaginn og kemur heim núna í kvöld, mikið verður gott að fá hana aftur, hún er búinn að vera svo ægilega upptekinn síðustu vikur og höfum við svo lítið náð að vera með henni þannig að okkur hlakkar til góðra samverustunda. Elvira Agla mín er alltaf í jólaskapi og kippist öll við þegar jólasveinninn kemur í sjónvarpið og segir þá hóhó hó, svo sætt!!!
Nú er pressa á að vera búinn að versla allar jólagjafir fyrir fimmtudag því þær eiga að fara með gám til Íslands.
Við fórum í jólahlaðborð í gær með nokkrum íslenskum pörum og var það voða gaman, æðislega gott að borða og yndislegt fólk.