Ég get nú ekki annað en skrifað um gærdaginn.
Við fórum á leikritið sem 6. bekkur í Elsted skóla var að sýna. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega vel og var þetta hin besta skemmtun. Litla snúlla var með okkur og var hún að fíla tónlistina í botn því hún nánast dansaði allan tímann. Hervar minn sat fremstur með Ylfu vinkonu sinni til þess að geta séð systur sína almennilega. Hann kvartaði yfir því um daginn að krakkarnir í skólanum væru að angra hann og segja að hann ætti systur sem væri svo góð söngkona, hann var frekar stoltur af þessu öllu þó að hann vildi láta þetta líta út fyrir að það væri verið að bögga hann!!
Margrét stóð sig eins og hetja, söng svo óskaplega fallega að fólk stóð upp fyrir henni og klappaði og stappaði í gólfið, annað eins hef ég ekki séð. Þau voru klöppuð upp og tók hún þá aftur lagið og gerði það að miklum hetjuskap. Við foreldrarnir gátum vart komið upp orði því við vörum með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum.
Gunni var á myndavélinni allan tíman og munum við senda myndbandið heim, það er eitthvað hrist meðan dóttir okkar söng því hann sagðist hafa orðið svo hrærður að hann ætti erfitt með að halda fókus á myndavélinni :)
Það skemmtilegasta af öllu við þetta leikrit er að allir verða/fá að vera með og þú ert látinn helst í það sem þú hefur áhuga á, t.d. þeir sem vilja vera í hljómsveitinni þeir fá að prófa það, þeir stóðu sig ótrúlega vel hjómsveitargæjarnir og var Snorri þar á meðal.
Eftir leikritið var fællesbord þar sem krakkarnir og foreldrar sátu saman í huggulegheitunum og spjölluðu og átu saman.
Við foreldrarnir og Margrét höfðum ekki undan við að taka á móti fallegum orðum um dóttur okkar frá öðrum foreldrum og börnum, gaman að sjá hér hvað krakkarnir eru duglegir að hrósa hvort öðru.
Jæja best að hætta þessu áður en þetta verður eitthvað klisjukennt hjá mér, en ég er bara að rifna úr stolti og get ekkert að því gert:)