Danska lífið

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ég get nú ekki annað en skrifað um gærdaginn.

Við fórum á leikritið sem 6. bekkur í Elsted skóla var að sýna. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega vel og var þetta hin besta skemmtun. Litla snúlla var með okkur og var hún að fíla tónlistina í botn því hún nánast dansaði allan tímann. Hervar minn sat fremstur með Ylfu vinkonu sinni til þess að geta séð systur sína almennilega. Hann kvartaði yfir því um daginn að krakkarnir í skólanum væru að angra hann og segja að hann ætti systur sem væri svo góð söngkona, hann var frekar stoltur af þessu öllu þó að hann vildi láta þetta líta út fyrir að það væri verið að bögga hann!!

Margrét stóð sig eins og hetja, söng svo óskaplega fallega að fólk stóð upp fyrir henni og klappaði og stappaði í gólfið, annað eins hef ég ekki séð. Þau voru klöppuð upp og tók hún þá aftur lagið og gerði það að miklum hetjuskap. Við foreldrarnir gátum vart komið upp orði því við vörum með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum.
Gunni var á myndavélinni allan tíman og munum við senda myndbandið heim, það er eitthvað hrist meðan dóttir okkar söng því hann sagðist hafa orðið svo hrærður að hann ætti erfitt með að halda fókus á myndavélinni :)

Það skemmtilegasta af öllu við þetta leikrit er að allir verða/fá að vera með og þú ert látinn helst í það sem þú hefur áhuga á, t.d. þeir sem vilja vera í hljómsveitinni þeir fá að prófa það, þeir stóðu sig ótrúlega vel hjómsveitargæjarnir og var Snorri þar á meðal.

Eftir leikritið var fællesbord þar sem krakkarnir og foreldrar sátu saman í huggulegheitunum og spjölluðu og átu saman.

Við foreldrarnir og Margrét höfðum ekki undan við að taka á móti fallegum orðum um dóttur okkar frá öðrum foreldrum og börnum, gaman að sjá hér hvað krakkarnir eru duglegir að hrósa hvort öðru.

Jæja best að hætta þessu áður en þetta verður eitthvað klisjukennt hjá mér, en ég er bara að rifna úr stolti og get ekkert að því gert:)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006


Pabbi geturðu farið í skyrtu í kvöld þegar þú kemur að horfa á mig? já og svo máttu líka raka þig!!

sunnudagur, nóvember 26, 2006

brjáluð vika framundan...................


Það er vægast sagt brjálað að gera í Bøgehaven 8 þessa vikuna. Það er nóg að gera hjá mér í lærdómnum og verð ég að vera ótrúlega dugleg næstu daga við skrif á ritgerðunum mínum. Síðan eru það blessuð börnin sem þurfa athygli fullorðna fólksins á heimilinu,
  • á mánudaginn er bekkjarhittingur hjá Hervari þar sem fullorðnir og börn eiga að spila hokkí og síðan er borðað saman á eftir. Húsmóðurinn þarf að koma með eitthvað á fællesbord
  • Á þriðjudaginn er söngleikurinn sem Margrét er í og er mikil spenna hér á heimilinu, Margrét á að syngja og leika og er stressið farið að gera smá vart við sig fyrir utan það að nýjar bólur hafa litið dagsins ljós á síðustu dögum hjá henni sem er ekki alveg að gera sig svona rétt fyrir sýningu að hennar mati, það er voða ,,fest,, á eftir sýningu með foreldrum, ömmum og öfum og krökkunum öllum í árgangnum. Húsmóðirinn þarf aftur að koma með eitthvað á fællesbord
  • á miðvikudaginn er foreldrafundur hjá Hervari. Búið að biðja húsmóðirinna að koma með eitthvað á fællesbord en held barasta að ég segi pass við því.
  • á föstudaginn er Margrét Saga að fara til Svíþjóðar og kemur aftur á sunnudag, langar einhverjum fullorðnum með, við hjónin eigum erfitt með að komast með á þessum tíma(hvað segið þið með það amma og afi!!!) (hehehe)
  • á laugardaginn er jólahlaðborð hjá okkur íslendingunum sem fluttu út á sama tíma nammi, nammi namm, verst að barnapían okkar er akkurat að fara til Svíþjóðar á þessum tíma.
  • á sunnudaginn er hvíldardagur

Á svona stundum þá saknar maður fólksins síns, vantar svo ömmu og afa, frænkur og frændur til þess að taka þátt í þessu öllu með okkur(okkur vantar sérstaklega pössun hehehe) en svona er þetta þegar maður býr í útlöndum!!! sem betur fer erum við svo heppinn að eiga góða nágranna sem eru gulls ígildi.

Ég vildi að ég ætti fullt af peningum til þess að bjóða Aupairunum mínum í heimsókn:)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Þessi frétt var í blaðinu í dag

Farfar hentede forkert barn

En farfar tog forleden et forkert barn med hjem fra Stenlille Børnehave. Først da barnebarnets fætter gjorde opmærksom på at den treårige altså ikke var hans kusine, opdagede bedsteforældrene, at det ikke var det rigtige barnebarn.

Það er spurning um að fá sér kannski sterkari gleraugu!! ótrúleg frétt.

mánudagur, nóvember 20, 2006



Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku foreldrar mínir. Þið eruð langlang best!!!!

Þetta eru nú meiri veikindin sem hrjá landsbúa hvort sem það er á Íslandi eða í Danmörku þá virðist eins og ansans ælupestinn og niðurgangurinn ætli að hrjá alla fjölskyldumeðlimi, allaveganna þá fékk snúlla okkar tvisvar ælupest og Margrét ældi á laugardaginn. Við hjónin erum búinn að finna til í maganum en ekkert komið upp en svo í morgun þá er Hervar veikur.....usss uss uss vona að þessu fari nú að ljúka. Svo virðist sem þessi pest hafi verið að hrjá fólkið mitt á Íslandi og þau smitað okkur í gegnum síman:)

Við reyndar styttum okkur stundir í gær og fórum í bambagarðinn, ekki var nú fögnuðurinn mikill hjá unglingnum á heimilinu þegar hún vissi að hún þurfti að druslast með en jú hún átti að vera með í fjölskyldustundinni. Það er alltaf gaman að fara í bambagarðinn með epli og gulrætur og var Elvira svo hissa á þessu öllu saman en sú sem skemmti sér mest í þessarri ferð var sjálfur unglingurinn, hlaupandi út um allt eftir bömbunum með gulrætur í hendinni!!!
Setti inn mynd sem tekinn var í fyrra þegar við fórum í bambagarðinn, nýjar myndir koma bráðlega. Það er búið að ákveða að litla frænka hún Rakel Katrín verður boðinn í svona ferð um jólin.

Farið vel með ykkur!!

föstudagur, nóvember 17, 2006

Hoppandi kát


Snúlla mín var kát í morgun þegar við fórum með hana á vöggustofuna, greinilega búinn að fá nóg af mömmu sinni þessa tvo daga sem hún var heima enda aldrei látinn í friði fyrir knúsum og kossum móðurinnar:) Ég vildi að ég væri svona kát þegar ég keyri með sjálfa mig í skólann, ég klappa ekki og byrja að syngja eins og sú stutta, þetta er nú meira ritgerðarstressið í mér. Var að senda vejledernum mínum bút úr ritgerðinni minni, vona að honum líki hún og danskan sé í orden:)

Annars er ég komin í þvílíkt jólaskap, jólabæklingarnir hrúgast í póstkassan og er ég alveg slefandi yfir þessu öllu, langar svo í allt þetta jóla jóla, annars er ég búinn að kaupa mér 1 metra langt jólatré hér fyrir utan hjá okkur og skreyta það með ljósum, já ég sagði að ég væri búinn að skreyta. Sumum nágrönnum mínum finnst ég vera heldur snemma á ferðinni en hvað á maður að gera þegar maður er kominn í jólaskap annað en að skreyta og baka jólakökur:) (svona þegar maður er ekki að skrifa ritgerðir)

GLEÐILEG Jól (híhíhí)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Afmæliskveðja

Bræðurnir Marteinn og Viktor Theodórssynir eiga 5 ára afmæli í dag, við óskum þeim innilega til hamingju með daginn. Hervar ætlar að hringja í frændur sína í kvöld:) Stórt knús og fullt af kossum frá okkur í Lystrup.

Ég var á leiðinni í morgun með Elviru á vöggustofuna og byrjaði hún þá að kasta upp og ég ein með hana í bílnum og í umferðarteppu, þetta gerðist fjórum sinnum hjá henni og var hún öll í ælu þegar ég loksins komst út úr bílnum til þess að hjálpa henni, ojjjjj frekar ógeðslegt. Þannig að hún er heima í dag snúllan.

Margrét Saga er á leið til Svíþjóðar þann 1 des í tvo daga. Hún lenti í öðru sæti í Lego League en henni var tilkynnt það í gær að hún fengi að fara með, þannig að það eru að fara fullt af krökkum til Sverige:) Annars var hún svo sæt þegar hún var að segja okkur frá þessu í gær og sagði svo ,,mamma og pabbi ég skil það vel ef ég get ekki fengið að fara að því að það er nú að koma desember og það þarf að versla svo mikið af jólagjöfum,, auðvitað ferðu svöruðum við og þá sagði hún ,,þetta er nefnilega frekar dýrt, þetta kostar 300 dkkrónur,, við gátum nú ekki annað en brosað yfir því að henni fannst þetta svo rosaleg upphæð, greinilegt að dóttir okkar biður ekki um mikið:)

mánudagur, nóvember 13, 2006

illt í maganum, hjálp!!!


Kæru lesendur.......

Sonur minn hefur vaknað núna í næstum hálft ár með magaverk, hann getur varla borðað morgunmatinn sinn vegna verkja. Honum kvíður ekki fyrir að fara í skólann þannig að það er ekki það, hann er ekki kvíðinn fyrir neinu sem gerist á venjulegum degi hjá honum því hann veit nákvæmlega hvernig dagurinn hans er þannig að þessa magaveiki er ekki hægt að rekja til kvíða né stress. Ég fór með hann til læknis um daginn og fannst lækninum þetta eitthvað skrítið hvernig hann er en maginn hans var vel mjúkur þannig að það fannst eins og það væri ekki neitt að. Ef þið hafið heyrt um eitthvað svipað eða lent í svipuðu endilega commentið og skrifið um það. Ég hef tekið út allar mjólkurvörur en það hjálpaði ekki neitt og átti að hætta því að sögn læknis. Hann fer aftur til læknis þann 6. desember í nánara tjékk. Ég átti að merkja inn á dagatalið okkar þegar hann fær í magann og er einn dagur sem hann hefur ekki fundið fyrir magaverk síðustu tvær vikurnar. Það skal tekið fram að magaverkurinn er einungis á morgnana og stöku sinnum seinnipart dags. Þetta er farið að há honum því hann getur oft á tíðum ekki t.d. hjólað í skólann sem honum langar svo að gera því vinirnir eru allir á hjólum. Magaverkurinn jafnar sig síðan yfirleitt eftir svona 2-3 tímum eftir að hann vaknar, magaverkurinn er um miðjan maga eða rétt hjá naflanum, þetta er óttalega furðlegt allt saman.


Mér er farið að finnast þetta svo leiðinlegt með hann því það er svo erfitt að horfa upp á hann kveljast á hverjum morgni og vera svangur en geta ekki borðað neitt og þurfa að fara með tóman maga í skólann:( sem hann vill alls ekki missa af.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

velkomin í kvöldkaffi, heitt kaffi á könnunni og gulrótarkaka:)

Ég gat sparkað vel í rassgatið á mér í dag og er kominn á fullt skrið með fyrstu ritgerðina mína, ég ætla að skrifa þessa önn báðar ritgerðirnar mínar í sambandi við innflytjendur, hvernig taka á móti innflytjendabörnum inn í skólakerfið og hvernig á að vinna með þeim og fjölskyldu þeirra. Mér finnst þetta mjög spennandi efni og hef mikinn áhuga á að sérhæfa mig í því í náminu.

Um helgina á að reyna að læra eitthvað, fara í saumaklúbb á morgun og undirbúa jólahlaðborðið sem er haldið árlega, fara í bæinn á laugardaginn og sjá Margréti keppa í Lego League þar sem hún er búinn að semja lag fyrir hópinn sinn sem þau ætla að syngja þegar þau kynna Lego vélmennið sitt sem þau eru búinn að hanna og búa til, fara í sund á sunnudagmorgun og svamla þar um eins og selur hehehe

Var að baka gulrótarköku ef einhverjum langar að kíkja inn í kvöldkaffi:)

Góða helgi!!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Hrós

Í morgun fór ég eins og vanalega með Elviru mína á vöggustofuna, hún er alltaf svo hoppandi kát að fara þangað á morgnana. Þar hittum við konu sem er frá Íran, flúði þaðan fyrir rúmlega 30 árum síðan. Þessi kona er ótrúlega jákvæð og opinn. Hún hefur sagt okkur frá því af hverju hún fór þaðan og hvernig lífið þar sé nú, hún hefur einnig rætt um að í Danmörku sé rasismi. Nema það að þessi kona og aðrir starfsmenn á leikskólanum eru með ótrúlega þægilegt viðmót og það er mjög létt að tala við þetta fólk, þau taka alltaf á móti okkur með bros á vör. Í morgun kemur þessi íranska kona að mér og segir ,,godmorgen'' og ég svara henni á móti, síðan faðmar hún mig og segir að henni finnist ég svo ,,dejligt forældre'' og að starfsfólkinu líki svo vel við mig og ég sé alltaf svo brosmild, ég nánast tárast og segi við hana að mér líki svo vel við hana, annað starfsfólk og leikskólann og að Elvira sé svo ánægð hér og á þeirri stundu koma konurnar sem vinna á deildinni og segja við mig að það sé alveg rétt hjá henni að ég sé svo góð kona og það sé svo létt að vera í kringum mig og þær faðma mig allar og þá féll ég í grátur hvað annað-----jesús minn þetta var bara eins og í bandarískri bíómynd!!!

Ég labbaði af vöggustofunni með bros á vör með tárin í augunum og ákvað það að ég ætla að vera duglegri að hrósa fólki í framtíðinni:)´

Hrós lengir lífið

mánudagur, nóvember 06, 2006

væl og aftur væl

Ég sit sveitt við helv... ritgerðarskrif, er að þýða enskan texta yfir á dönsku og er alveg við það að gefast upp. Var búinn að ákveða að fara í megrun en er hætt við í dag, get ekki setið hér við þýðingar án þess að verðlauna mig með smá súkkulaðimola:(

Takk allir þeir sem hafa hringt í okkur um helgina, rosa gaman að heyra í ykkur öllum, sé ekki eftir að hafa keypt áskriftina á símanum, kannski best að ég hringi í einhvern og væli yfir lærdómnum.....hver myndi nú annars nenna að hlusta á svoleiðis væl.

Annars ætti ég nú ekkert að vera að kvarta þetta, ég ákvað það sjálf að fara að fara í nám þannig að það er best að ég hætti þessu væli, leggi frá mér súkkulaðið og brosi framan í tölvuna og orðabókina og hugsi hversu heppin ég er í lífinu.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Nýtt íslenskt símanúmer


Á heimilið er komin lítil saklaus græja sem gerir okkur kleift að hringja til Íslands á viðráðanlegu verði og fyrir þá sem búa á Íslandi að hringja til okkur eins og þeir séu að hringja innanlands, já við fjölskyldan erum búinn að fjárfesta í þessum síma/tæki og viljum endilega benda fólki á að nú er enginn afsökun fyrir því að það sé ekki hægt að hringja í okkur því það sé svo dýrt en allaveganna yrðum við óskaplega glöð að heyra í vinum og ættingjum og sömuleiðis ætlum við að vera dugleg að hringja í vini og ættingja, símanúmerið okkar er 496-0143 þið sláið bara þessu númeri inn og við svörum kát og hress í síman:)

Annars er lítið annað að frétta héðan nema að hér er orðið ansi kalt en fallegt veður, fór í gær og keypti á lilluna mína kuldaskó, hún er svo sæt svona lítil í rauðum kuldaskóm úti að leika!! Henni gengur ofboðslega vel í vöggustofunni og labbar þangað inn sæl og glöð á morgnanna og þegar ég sæki hana vill hún ekki koma heim(ég vona að það þýði ekki að henni finnist við vera leiðinleg). Í morgun fórum við hjónakornin með hana eins og aðra morgna og þá biðu fóstrurnar eftir henni með útvarpstækið í hendinni því hún hafði víst deginum áður dansað og dansað og fannst þeim það svo sætt að þær vildu endurtaka leikinn og ekki fannst henni það leiðinlegt, hvaðan hún hafi danshæfileikana veit ég ekki en pabbi hennar var nú þekktur fyrir að breika:)
Margrét er á leiðinni á leikæfingu í dag og með textann auðvitað á hreinu hvað annað, síðan ætla hún og þrjár aðrar stúlkur að fara á skauta í kvöld og sofa saman, ótrúlega spennandi.
Hervar minn er búinn að jafna sig af afaveikinni þó að afi sé oft nefndur en þá er hann hættur að sofa uppí hjá okkur við mikla gleði okkar hjóna. Hann er að fara á fyrstu inniæfinguna á sunnudaginn í fótboltanum og hlakkar mikið til. Hann er svo yndislegur, spurði mig í morgun hvort ég hefði verið að kaupa mér skó og ég sagðist hafa keypt þá í gær(eru með hælum) þá sagði hann ''en mamma þetta eru ekki svona skór fyrir þig'' nú af hverju ekki svaraði ég ''það er af því að þú ert svona kona sem átt að vera í skóm sem eru ekki með hæla, þú ert nefnilega enginn gella mamma, þú ert bara svona kona sem ert í engum hælum og í pilsi alla daga'' ég gat nú ekki annað en brosað.

Góða helgi nær og fjær