Danska lífið

þriðjudagur, október 31, 2006

Hallowen


Í dag er hallowen. Margrét Saga skar út graskerið í gær og setti það fyrir utan hjá okkur. Við skreyttum útidyrahurðina okkar með kongulóavef og fullt af kongulóm. Í kvöld verður farið í búninga, vonandi á einhver eftir að banka upp á hjá okkur og fá slikk.

Ég var að setja fullt af myndum inn á barnaland, munið að skrifa í gestabókina þar, það er líka voða gaman þegar það er commentað á þessarri síðu:)

mánudagur, október 30, 2006

Það er farið að kólna í Danmörkinni og ofnarnir komnir í gang, var ca. 12 gráðu hiti um helgina, rakt og blautt.
Margrét Saga er í skýjunum því hún fékk að vita á föstudaginn að hún á að leika eitt af þremur aðalhlutverkunum í leikritinu sem verður frumsýnt í endan nóvember í skólanum. Hún er svo spennt fyrir leikritinu að hún er búinn að læra textan sinn utanað yfir helgina og lesa handritið fyrir okkur foreldrana mörgum mörgum sinnum........
Annars gengur lífið sinn vanagang hér á heimilinu, orðið nokkuð mikið að gera hjá mér í ritgerðarmálum og proplemstilling þannig að nú er bara að skrifa, skrifa, leita heimilda, skrifa, skrifa og leita heimilda!!!

fimmtudagur, október 26, 2006

skammi skamm......

Ég sá þessa frétt á visi.is í dag, ég er nú aldeilis hissa á móðurlandinu núna og á ekki til orð. Ég hálfpartinn skammast mín fyrir að vera Færeyingur þegar ég sé þessa frétt sem er sorglegt því ég er svo stolt af því að eiga rætur í þessu fallega og góða landi þar sem fólkið er svo yndislegt.

Löglegt að hæða og niðurlægja samkynhneigða í Færeyjum

Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.
Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni, að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki.
Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.

þriðjudagur, október 24, 2006

Allt er að komast í fastar skorður eftir fríið. Margrét Saga er kát og hress eins og alltaf og hlakkar mikið til því í þessarri viku kemur í ljós hvaða hlutverk hún fær í leikritinu sem árgangurinn hennar á að sýna í nóvember. Hervar minn er ekki eins kátur og systir sín þessa dagana því söknuðurinn eftir afa og ömmu er afskaplega mikill en ég vonast nú að það fari að lagast hjá honum. Hann átti frekar erfitt í skólanum í gær og grét aðeins og vildi fá afa sinn til sín, hann er líka farinn að sofa á milli hjá mömmu og pabba þessa dagana sem okkur finnst ekki leiðinlegt, það er svo notalegt að hafa hann. Það er greinilegt að börnin mín eru afskaplega heppin að eiga svona marga góða að.
Elvira mín er afskaplega ánægð með að vera búinn að endurheimta systkini sín og þau fá ekki frið fyrir henni, hún knúsar og kyssir þau í bak og fyrir og ef hún sér þau ekki að þá kallar hún um leið á þau. Við fórum í gær að sækja Elviru á vöggustofuna eftir skóla hjá krökkunum og þeim var að orði fóstrunum að hún ætti bestu systkini í heimi því hún ljómaði öll og skríkti þegar hún sá að þau voru komin.
Annars er allt við það sama hér í Danaveldi, fórum reyndar í morgun og létum loksins gera við pústrurörið á bílnum okkar og vorum við svo ánægð með bílinn okkar þegar við sátum í honum á leiðinni heim að við vorum eitt sólskinsbros---held reyndar að nágrannar okkar eigi eftir að fagna þess að þurfa ekki að heyra í ósköpunum í bílnum, hann var orðinn ansi hávær.

sunnudagur, október 22, 2006

komin heim


Börnin okkar eru komin heim eftir góða dvöl á Íslandi hjá ömmu og afa. Þau unuðu sér vel á landinu góða og kalda, þau hittu marga vini og ættingja. Hervar átti frekar erfitt með að fara að sofa í gærkvöldi því hann saknaði afa svo ægilega mikið og ákvað ég að sofa hjá honum í nótt því söknuðurinn var svo mikill. Takk amma og afi fyrir allt!!!

fimmtudagur, október 19, 2006

Sprauta, vigtun og mæling....


Elvira Agla fór í sprautu, vigtun og mælingu núna í morgun. Við biðum á biðstofunni í nokkuð langan tíma og eignaðist hún þar ''ömmu og afa'' sem hún þvílíkt knúsaði og var ægilega ánægð með þetta gamla fólk sem vildi helst taka hana heim með sér heim(greinilegt að sum börn eiga ömmu og afa langt í burtu). Stúlkan er ekki búinn að fara í vigtun síðan hún var á Íslandi en hún er orðinn 9.7 kíló sem er undir meðalþyngd danskra barna og 77 cm á lengd sem er aðeins yfir lengd barna hér en þyngdin er eitthvað sem læknirinn hefur aðeins áhyggjur af því hún hefur ekki þyngst nema um 1,2 kíló síðan hún var 5 mánaða þannig að hann ætlar að kíkja á hana aftur eftir jól. Eftir að ég hætti með hana á brjósti gerir hún ekkert annað en að borða allan daginn og lætur okkur vita þegar hún vill borða sem er nánast alltaf með því að segja namminamminamm og labbar inn í eldhús og bendir á ísskápinn eða skápana þannig að ég vona að hún fari nú að þyngjast eitthvað en hún er orðinn voða dugleg að labba þannig að það gæti verið það sem hafi áhrif á þyngdina að hún hreyfir sig svo mikið(vildi að það væri nóg fyrir mig að labba bara og þá færi þyngdin niður;)) Annars gekk sprautan fínt og hún er stálhress í þessum rituðum orðum.

Núna eru bara 2 dagar í krakkana og hlakka ég mikið til, hef nýtt tímann mikið í að læra og er byrjuð á annarri ritgerðinni minni. Ég ætla að ná í þau og nýta tímann í að lesa í lestinni til Köben og svo ætla ég að vera í fríi frá lærdómi það sem eftir er af helginni og knúsa og kyssa börnin mín. Það er spurning hvort þau vilji nokkuð koma aftur heim því þau eru þvílíkt dekruð hjá ömmu og afa, ekki amalegt að eiga svona ömmu og afa............

mánudagur, október 16, 2006

verðkönnun

Við fórum að versla í dag og fórum þá að spá í hvað þessar vörur sem við keyptum myndu kosta á Íslandi, hvort það sé mikill munur eða hvort verðið sé svipað. Við heyrðum um daginn að nú ætti að lækka matarverðið á Íslandi sem er mjög gott mál. Hér kemur það sem við keyptum:

  • 500 gr. græn vínber -----12 dkr
  • mýkingarefni------------10 dkr
  • uppþvottalögur---------7,95 dkr
  • blautþurrkur-----------19,95 dkr
  • shampoo---------------19,95 dkr
  • kroppasápa------------9,50 dkr
  • nýmjólk ökologisk------7,95 dkr
  • 3 bananar--------------6,00 dkr
  • hafrakex---------------4,25 dkr
  • 500 gr. perur----------15,00 dkr
  • þvottaefni(ódýrt)------13,95 dkr
  • smjör------------------11,50 dkr
  • hindberjasulta---------5,95 dkr
  • 2 pokar----------------5 dkr
  • samlokubrauð---------13,95 dkr
  • coke 2ltr.--------------23,95 dkr
  • 2 yankie súkkulaði 50 gr. 10 dkr
  • uppþvottalögur--------8,75 dkr
  • heill ferskur kjúklingur 29,95 dkr
  • stimorol tyggjó 3 í pakka 12,95 dkr

Þessar vörur kostuðu okkur 248,50 dkr sem er ca 2833 kr.(krónan er ca. 11,4)

Hvað haldið þið að þessar vörur kosti á Íslandi? Verið nú dugleg að commenta

föstudagur, október 13, 2006

Snökt...snökt

Margrét Saga og Hervar eru kominn til Íslands, mikið sakna ég þeirra strax. Það var ósköp tómlegt í morgun þegar það iðaði ekki allt af lífi hér við morgunverðaborðið og ég saknaði um leið að gefa þeim ekki að borða og spjalla um daginn og veginn svona í byrjun dags. Ég veit að þau eru í allra bestu höndum þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim snökt, snökt!!

Við héldum upp á afmælisdaginn hennar Elviru á vöggustofunni í morgun vegna þess að þegar hún átti afmæli var verkfall þannig að nú var komið að því. Ægilega gaman að fylgjast með þessum krílum sem eru með henni þarna.

Matarboð hjá Gámafélaginu á morgun, þemað er félag eldri borgara þannig að við eigum að vera gamalt fólk, við erum á leið í búningaleit en hafið þið einhverjar hugmyndir??

miðvikudagur, október 11, 2006

óheppinn!!

Af hverju er ég alltaf svona utan við mig, kannski að ég þurfi að taka inn risaskammt af vítamíni. Ég var búinn að ákveða fyrir löngu síðan að ég ætlaði ekki á bílnum í skólann vegna þess að það er svo erfitt að finna bílastæði, ég ákvað samt í gær að fara á bílnum svo ég gæti náð fyrr í Elviru. Ég keyri á þrumunni inn á háskólasvæðið og hugsa með mér, mikið er ég heppinn að fá þetta fína stæði og legg bílnum. Eftir tvo tíma eða svo er ég að labba að bílnum eftir tímann og sé þá á bílrúðunni hvítan miða, já stúlkan fékk sekt ég hafði sem sagt lagt ólöglega þar sem sáust gular línur á kantinum, ekki tók ég eftir þeim fyrr um morguninn þegar ég var svona ánægð með þetta blessaða stæði en allaveganna er ég 510 dkr. fátækari -----ég ætla sko aldrei aftur á bílnum í skólann!!!!

Annars er allt að verða klárt fyrir morgundaginn þegar krakkarnir fara heim til Íslands, mikið á ég eftir að sakna þeirra.
Ég og Gunni ætluðum aldeilis að njóta þess að vera svona nokkurnveginn barnlaus en hann verður að vinna svo mikið á kvöldin að ég og Elvira eigum eftir að vera nánast einar allan tímann sem krakkarnir eru í burtu en ég ætla nota tímann voða vel og læra og læra og læra...................

mánudagur, október 09, 2006

hitt og þetta

Í dag er fyrsti dagurinn í 3 vikur sem lífið gengur nokkurnveginn sinn vanagang hér í Bögehaven 8. Krakkarnir hjóluðu í skólann og ég og Elvira kíktum á vöggustofuna í morgun, mikið var hún ánægð að hitta krakkana aftur og hefði verið vel tilbúinn að vera skilinn eftir en mútta var nú ekki alveg á því, ekki fyrr en á morgun því þá þarf ég að fara í skólann. Mörg börnin áttu ansi erfitt þegar við mættum á svæðið enda ekki búinn að vera á vöggustofunni í langan tíma og helmingurinn af þeim nýbyrjaður, enda sást á fóstrunum að þær voru ansi sveittar við að sinna grátandi börnum.
Margrét Saga fór í söngprufu í dag, árgangurinn hennar í skólanum á að sýna leikrit þetta árið og eru prufur fyrir hlutverkaskipan. Hún er búinn að vera að æfa sig fyrir prufuna síðustu viku og fór hún sem sagt í dag og kom brosandi heim því henni gekk svo vel og kennarirnir lofsömu söng hennar og sögðu að hún fengi stórt hlutverk, þannig að þetta er spennandi hvað gerist á fimmtudaginn þegar það verður úthlutað hlutverkum. Ef hún fær stórt hlutverk verður nóg að gera hjá henni á Íslandi við að læra texta og söngva utanað!!
Nú er kominn mikill spenningur fyrir íslandsferðina og erum við að verða búinn að kaupa flest allar jólagjafirnar sem eiga að fljóta með í töskum barnanna, nú er bara að fara í Bilka og kaupa regnföt á stóru stelpuna og þá held ég að það sé bara eftir að pakka og þá eru þau tilbúinn.
Annars er ég á fullu við að læra og er að byrja á ritgerðunum mínum. Ætla að kaupa mér kort í ræktina á næstu dögum og reyna að fá einhverja vöðva:)

föstudagur, október 06, 2006

Jibbííí.....


Verkfallinu er lokið, þessi frétt birtist á aarhus.dk

Århusianere kan igen få passet børn De strejkende pædagoger og dagplejere i Århus har efter tre ugers kamp mod besparelser på næste års budget besluttet at gå i arbejde fra på mandag.
Byrådet vedtog torsdag aften budgettet for 2007, og de 28 af 31 medlemmer bag budgetforliget stod fast på besparelserne. Det fik et stort flertal blandt pædagogerne til at stemme for, at arbejdet skal genoptages mandag.
»Vi fik ikke pengene lige her og nu, men vi har vundet en vigtig sejr. Den Politiske dagsorden er ændret på under en måned. Nu diskuterer hele Danmark virkeligheden, og talmagikerne er blevet uinteressante,« skriver pædagogerne i en udtalelse fra stormødet i Centralværkstedet.
Pædagogerne understreger, at selv om strejken er ophævet, vil kampen mod besparelserne fortsætte på forskellige planer. Hvad der konkret ligger i dette vil blive konkretiseret i løbet af de kommende dage, siger Louise Krabbe, talsmand for pædagogernes aktionsgruppe.


Þetta er yndislegt nú er ekkert annað en á mánudaginn að koma öllum í gírinn aftur, Elvira fer á vöggustofuna, efast um að hún vilji fara þar inn nema að hafa mömmu til þess að leika við sig enda allt í lagi, við tökum þessu bara rólega svo hún verði örugg aftur.

Mikið um að vera hér á bæ um helgina, matarboð í kvöld með skagagenginu í Bögehaven og Helgu Atla og fjölskyldu...gaman gaman.
Síðan er matarboð hér á morgun, svona frændamatarboð þar sem Gunni er búinn að bjóða frændum sínum þeim Agli og Eiríki og þeirra fjölskyldum í mat...það verður líka gaman enda allt svo gaman þegar maður fær svona góðar fréttir á góðum degi:)

Góða helgi:)

fimmtudagur, október 05, 2006

skóli...skóli...

Ég fór í skólann í gær með verk í maganum yfir því að þessi skóli hjá mér gengi ekki neitt, verkfallið er að ganga inn í fjórðu vikuna hjá krökkunum og hafa þau meira og minna verið heima sem þýðir að ég hef lítið sem ekkert getað lesið og mætt í skólann. Í gær, afmælisdag Elviru tók Gunni sér frí til að vera heima með krakkana og ég druslaðist í skólan náföl með kvíðahnút í maganum að koma ólesin í tíma ásamt því að eiga að skila inn blaði um hvað ég ætla að skrifa um í prófinu mínu, ekki mætti ég með blaðið og hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa um en eftir því sem ég var lengur í skólanum og heyrði á bekknum að það voru fjöldamargir í sömu sporum og ég þá fann ég að andadrátturinn var ekki eins þungur og það byrjaði að lyftast á mér brúnin. Ég er búinn að ákveða að drífa þetta bara af, vera jákvæð og þá er ég viss um að ritgerðavinnan mín gangi vel, ég ætti kannski að skrifa um hvernig áhrif það hafi á foreldra í námi að hafa börn sín heima í verkfalli??? hvað finnst ykkur um það!!!

Annars var afmælisdagurinn hennar Elviru góður í gær, hún var vakinn með söng um morguninn og fékk að opna fullt af pökkum, hún var hálfhissa á þessu öllu saman. Takk allir fyrir snúlluna!! Heimilisfaðirinn klikkaði ekki á afmælismatnum og átum við yfir okkur af góðum mat.

Það er talið niður hér og eru 7 dagar í að krakkarnir fari til Íslands. Við erum mikið að velta því fyrir okkur að gista eina nótt í köben þegar við sækjum þau þann 21. okt. Valgerður og Doddi komu í heimsókn til okkar um síðustu helgi og var virkilega gaman að fá þau hingað enda er Valgerður orðinn voða myndarleg með stóra kúlu, þannig að við ætlum að fá að gista hjá þeim og kíkja svo á Ingibjörgu og hennar mann.

miðvikudagur, október 04, 2006


Litla snúlla okkar hún Elvira Agla á afmæli í dag, stúlkan er orðinn 1. árs. Mikið hefur tíminn liðið hratt. Ég gæti skrifað og skrifað um hversu yndislegt barn hún er enda erum við svo ánægð að eiga hana eins og hin börnin okkar tvö. Hún er ákveðinn ung stúlka sem lætur vita hvað hún vill með því að benda á hlutina og býr til hljóð sem gefa til kynna hvað það er sem henni vantar. Hún er óskaplega dugleg og skríður eftir systkinum sínum og vill helst vera þar sem þau eru. Hún er farinn að taka skref og getur staðið upp sjálf og tekur af stað gangandi frá stofunni og fram í eldhús, hún er svolítið völt þegar hún er úti að leika en það kemur með æfingunni enda finnst henni ekki leiðinlegt að detta á rassinn þegar hún getur ekki gengið meira og hlær bara að þessu öllu saman. Hún er farinn að segja mamma, pabba, Hevvvaa(Hervar) og svo nýjasta orðið sem kom í gær, daaat(datt). Hún er voðalega kát og hlær mikið og er frekar stríðinn.Við vorum svo heppin að fá lánaða myndavél frá góðum grönnum þannig að ég fer að setja von bráðar myndir inn á barnaland.