Ég sá þessa frétt á visi.is í dag, ég er nú aldeilis hissa á móðurlandinu núna og á ekki til orð. Ég hálfpartinn skammast mín fyrir að vera Færeyingur þegar ég sé þessa frétt sem er sorglegt því ég er svo stolt af því að eiga rætur í þessu fallega og góða landi þar sem fólkið er svo yndislegt.
Löglegt að hæða og niðurlægja samkynhneigða í FæreyjumÍ Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.
Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni, að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki.
Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.